1/7

Foreldrahús 

Fyrir fjölskylduna í meira en 30 ár

Foreldrasíminn

5811-799

Neyðarnúmer, opið allan sólarhringinn

Verið velkominn

Starfsemi Foreldrahúss skiptist í fræðslu, forvarnir og ráðgjöf.   Í Foreldrahúsinu er starfrækt fjölskylduráðgjöf vegna samskipta - og hegðunarvanda. Einnig erum við  með foreldrahópa og ýmis foreldranámskeið ásamt stuðningsmeðferð fyrir ungmenni í vímuefnavanda.

VIÐ ERUM Á FACEBOOK
 • b-facebook
Hafðu samband

Skrifstofan er opin 

Alla virka daga

09:00 - 16:00 

Síminn

511-6160

Netfang

Foreldrahus@foreldrahus.is 

  Fréttir og tilkynningar

  Vegna COVID-19

  March 11, 2020

  Tilfellum nýju kórónaveirunnar hefur fjölgað hratt undanfarna daga og vikur.  Nú er veiran komin í suma grunnskóla sem og framhaldsskóla hér á höfuðborgarsvæðinu. Við í Foreldrahúsi tökum á móti mörgum börnum og unglingum bæði á grunn- og framhaldsskólaaldri daglega ásamt foreldrum þeirra. Til að hefta frekara kórónasmit, breytum við þjónustu okkar tímabundið.  

  Öll námskeið falla niður að svo stöddu. Þar á meðal sjálfstyrking fyrir foreldra. Við endurskoðum stöðuna í takt við neyðarstig almannavarna um mánaðarmótin mars/april.

  Við viljum bjóða foreldrum að nýta sér fjarþjónustu í stað viðtala hér í Foreldrahúsi. Við viljum benda foreldrum á að senda til okkar erindi sitt, símanúmer ásamt nafni í tölvupósti á netfangið foreldrahus@foreldrahus.is og við munum hringja til baka. Gjald fyrir símaviðtal er kr. 12.000.

  Þessi ráðstöfun okkar varir í óákveðinn tíma á meðan neyðarstig al­manna­varna gildir sök­um út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar. 

  Starfsfólk Foreldrahúss

  Stjórn Foreldrahúss

   

  Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, formaður stjórnar

  Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, gjaldkeri

  Þórunn S. Eiðsdóttir, ritari 

  Sighvatur Jónsson, meðstjórnandi 

  Sigrún Vatnsdal Bjarnadóttir, meðstjórnandi

  Sjálfstyrking fyrir foreldra/forsjármenn

  Námskeiðið er fyrir foreldra/forsjármenn barna eða unglinga sem sýna áhættuhegðun.

  Námskeiðið er fyrir foreldra sem vilja valdefla og styrkja sig í foreldrahlutverkinu, eða jafnvel laga samskiptin við barnið eða unglinginn. Hugmyndafræði námskeiðsins er út frá Solution focused therapy.

   

  Námskeiðið stendur í 5 vikur, það verður haldið á fimmtudagskvöldum 27.02.2020-26.03.2020.

  Frá kl. 19.30-21.30. 

  Umsjón með námskeiðinu hafa Berglind Gunnarsdóttir Strandberg og Anna Rakel Aðalsteinsdóttir

  Verð:

  Fyrir einstakling er 30.000.-

  Fyrir par 45.000.-

  Please reload

  Hjá Foreldrahúsi bjóðum við uppá viðtæka þjónustu fyrir alla fjölskylduna.

  Hjá okkur vinna sálfræðingar, fjölskylduráðgjafar og listmeðferðarfræðingar.
  Við leggjum mikið uppúr því að bjóða ávallt uppá vandaða og faglega þjónustu

  Ráðgjöf

  Hjá Foreldrahúsi er boðið uppá þrennskonar ráðgjöf: Sálfræðiráðgjöf, vímuefnaráðgjöf og fjölskylduráðgjöf

  Foreldrahópar

  Foreldrahús býður upp á stuðnings-hópa fyrir foreldra unglinga í vímuefnavanda

  Námskeið

  Hjá Foreldrahúsi er boðið upp á sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga. Einnig er boðið uppá námskeið fyrir foreldra.

  Eftirtaldir aðilar styrkja haustsöfnun Foreldrahúss
  og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir!
   

  Opnunartímar 

  Mánudag - Föstudag

  09:00 - 16:00

  Heimilisfang 

  Suðurlandsbraut 50

  Bláu húsin í Skeifunni 

  Hægt er að bóka tíma í gegnum foreldrahus@foreldrahus.is  eða í síma 511-6160

  Við erum á facebook

  • Facebook Social Icon

  Skrifstofu sími

  511 - 6160

  NEYÐARNÚMER

  5811-799