Þjónusta 

Það sem við bjóðum uppá:

Í Foreldrahúsi er boðið er uppá sálfræðiþjónustu og ráðgjöf fyrir börn og unglinga ásamt ráðgjöf og stuðning fyrir alla fjölskylduna.
Einnig eru í boði sjálfstyrkingarnámskeið, V.E.R.A, foreldrahópar, sjálfstyrking fyrir foreldra og unglingahópar fyrir unglinga í fíkniefnavanda.
 

Foreldrasíminn
Þegar daglegri starfsemi lýkur tekur Foreldrasíminn 581-1799 við. Hann er opinn allan sólarhringinn og hefur verið það sleitulaust frá stofnun samtakanna árið 1986.  Fagaðili er ávallt á vaktinni og veitir foreldrum ráðgjöf og stuðning.

Við bjóðum uppá:

Í Foreldrahúsi eru í boði stuðningshópar fyrir foreldra unglinga í vímuefnavanda. 

Foreldrahóparnir hittast í Foreldrahúsinu aðra hverja viku undir handleiðslu ráðgjafa

Boðið er upp á sálfræðiráðgjöf fyrir unglinga í vanda og fjölskyldur þeirra. Meðal þess vanda sem unnið er með er kvíði, vanlíðan, depurð, samskiptavandi, hegðunarvandi og áhættuhegðun.

Fjölskylduráðgjöfin í Foreldrahúsi er ætluð foreldrum og börnum í vanda. Í henni starfa sálfræðingar, vímuefnaráðgjafar og annað fagfólk. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða ráðgjöf

Foreldrasíminn 

Foreldrasíminn 581-1799 er neyðarsími fyrir foreldra og aðstandendur barna og ungmenna sem eiga í vanda vegna vímuefnaneyslu og annarra mála.

Foreldrasíminn er alltaf opinn.

Foreldrar eru mikilvægur hlekkur í forvörnum og reynast vera þeir sem mest áhrif hafa á velferð barna sinna, einkum þegar reynir á.

Vímuefnaráðgjöfin styður við foreldra og leitast við að styrkja þá og styrkja.

Sjálfstyrkingarnámskeið

Megin markmið námskeiðsins er að hlúa að og byggja upp: 
Sjálfstraust • Félagsfærni • Samskiptahæfni • Tilfinningaþroska • Sjálfsþekkingu

AF HVERJU SJÁLFSTYRKING?
1

TIL AÐ EFLA SJÁLFSMYND 

2

TIL AÐ BÆTA SAMSKIPTI

3

TIL AÐ AUKA VELLÍÐAN

Á námskeiðum fyrir foreldra er lögð áhersla á að bæta samskipti við unglinginn. Á þessum foreldrakvöldum fá foreldrar tækifæri til þess að tjá sig og hlusta á aðra foreldra.

Frekari upplýsingar og fyrirspurnir um forvarnarfræðslu og ráðgjöf í skólum má fá með því að senda tölvupóst á netfangið foreldrahus@foreldrahus.is eða í síma 511 6160 á skrifstofutíma.

Foreldrahús býður einnig uppá sjálfsstyrkingarnámskeið inn í grunn- og framhaldsskóla eftir samkomulagi.

VERA er úrræði Foreldrahúss fyrir börn og unglinga með áhættuhegðun og fjölskyldur þeirra. VERA er fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-16 ára (5. til 10.bekk) sem sýnt hafa áhættuhegðun; einstaklinga sem eiga við hegðunarerfiðleika að stríða sem og tilfinningalega vanlíðan og þurfa mikinn stuðning.

Opnunartímar 

Mánudag - Föstudag

09:00 - 16:00

Heimilisfang 

Suðurlandsbraut 50

Bláu húsin í Skeifunni 

Hægt er að bóka tíma í gegnum foreldrahus@foreldrahus.is  eða í síma 511-6160

Við erum á facebook

  • Facebook Social Icon

Skrifstofu sími

511 - 6160

NEYÐARNÚMER

5811-799