Um okkur 

Vímulaus æska og Foreldrahús 
Fyrir fjölskyldur í vanda í meira en 30 ár

Vímulaus Æska eru foreldrasamtök á landsvísu, stofnuð 20. september 1986 í Háskólabíói. Vímulaus æska á og rekur Foreldrahús í Reykjavík en það var opnað 8. apríl 1999. Frá 2006 – 2011 var einnig starfrækt Litla Foreldrahúsið í Hafnarfirði, útibú Foreldrahúss.

Vímulaus æska stofnaði Foreldrahús árið 1999 en starfsemi þess skiptist í fræðslu, forvarnir og ráðgjöf.   Í Foreldrahúsi er starfrækt fjölskylduráðgjöf, foreldrahópar og foreldranámskeið, sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga og stuðningsmeðferð fyrir ungmenni í vímuefnavanda. Þegar daglegri starfsemi lýkur tekur Foreldrasíminn 581-1799 við, en hann hefur verið opinn linnulaust frá stofnun samtakanna àrið 1986. Fagaðili á vaktinni veitir foreldrum ráðgjöf og stuðning.  Foreldrahús er nú staðsett við Suðurlandsbraut 50 á annarri hæð, bláu húsunum í Skeifunni í Reykjavík.   Skrifstofan er opin kl. 9:00 – 16:00 alla virka daga. Hægt er að panta viðtal hjá ráðgjafa Foreldrahúss í síma  511 6160 eða senda fyrirspurn á netfangið foreldrahus@foreldrahus.is​

Foreldrahús eru félagasamtök og er stjórn samtakana skipuð fagfólki úr atvinnulífinu. Foreldrahús er rekið með styrkjum frá Velferðaráðuneytinu og Reykjavíkurborg ásamt styrki úr Lýðheilsusjóði.  Öflun sér um að halda utanum safnanir fyrir Foreldrahús. 

STJÓRNIN

NÁMSKEIÐ


Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, formaður
Guðlaug U. Þorsteinsdóttir, gjaldkeri
Sigrún Vatnsdal, meðstjórnandi

Þórunn S. Eiðsdóttir, ritari

Rafn Jónsson, varamaður

Helen Breiðfjörð, varamaður

  • Námskeið fyrir foreldra

  • V.E.R.A fyrir fjölskyldur í vanda 

  • Hafnafjörður: sjálfstyrking f. börn og unglinga

Opnunartímar 

Mánudag - Föstudag

09:00 - 16:00

Heimilisfang 

Suðurlandsbraut 50

Bláu húsin í Skeifunni 

Hægt er að bóka tíma í gegnum foreldrahus@foreldrahus.is  eða í síma 511-6160

Við erum á facebook

  • Facebook Social Icon

Skrifstofu sími

511 - 6160

NEYÐARNÚMER

5811-799