Ráðgjöf í Foreldrahúsi

Hjá Foreldrahúsi er boðið uppá ýmiskonar ráðgjöf. Hjá okkur starfa fagmenntaðir sálfræðingar og vímuefna- og fjölskylduráðgjafar

Sálfræðiráðgjöf

Boðið er upp á sálfræðiráðgjöf fyrir unglinga í vanda og fjölskyldur þeirra. Meðal þess vanda sem unnið er með er kvíði, vanlíðan, depurð, samskipta-vandi í fjölskyldum, hegðunarvandi og áhættuhegðun.

Verðlagning:

Fyrsta viðtal: 12.000 kr.

Almennt viðtal: 10.000 kr. 

Fjölskylduviðtal: 12.000 kr.


Vegna þjónustusamnings við Reykjavíkurborg eru viðtölin niðurgreidd um kr. 3.300 fyrir íbúa Reykjavíkur. 
Flest stéttarfélög greiða niður
þjónustu Foreldrahúss.

Fjölskylduráðgjöf 

Hlutverk fjölskylduráðgjafar er að styðja við og styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu og 

hefur Foreldrahús miðlað upplýsingum og ráðum til foreldra í þrjá áratugi.

Fjölskylduráðgjöf fer fram í einstaklingsmið-uðum viðtölum og/eða í hópum. Leitast er við að styrkja foreldra í að takast betur á við vandamál sem tengjast uppeldi barna og unglinga.

Við fjölskylduráðgjöfina starfa einungis fagfólk eins og sálfræðingar og fjölskyldu-ráðgjafar

Tímapantanir hjá
ráðgjöfum Foreldrahúss
eru alla virka daga
frá 9:00 – 16:00 í
síma  511-6160 eða á foreldrahus@foreldrahus.is

Vímuefnaráðgjöf

Vímuefnaráðgjöfin í Foreldrahúsi er ætluð foreldrum og börnum í vímefnavanda.

Markmið með vímuefnaráðgjöfinni er að styðja foreldra og fjölskyldur til að takast á við það að eiga eða hafa átt barn eða ungling sem notar fíkniefni. 

Einstaklingar og fjölskyldur sem glíma við fíkniefnavandann þurfa að takst á við margskonar vandamál og vanlíðan sem birtist í margskonar myndum. Oft er álagið orðið það mikið að foreldrar missa tökin og þurfa stuðning til að sinna öðrum börnum á heimilinu, sem og til að sinna sjálfum sér. Leitast er við að mæta þeim vanda sem fjölskyldan glímir við og efla hana til bættra lífsgæða. 

Við vímuefnaráðgjöfina starfa vímuefna-ráðgjafar og annað fagfólk. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða ráðgjöf og hópastarf fyrir foreldra. 

Opnunartímar 

Mánudag - Föstudag

09:00 - 16:00

Heimilisfang 

Suðurlandsbraut 50

Bláu húsin í Skeifunni 

Hægt er að bóka tíma í gegnum foreldrahus@foreldrahus.is  eða í síma 511-6160

Við erum á facebook

  • Facebook Social Icon

Skrifstofu sími

511 - 6160

NEYÐARNÚMER

5811-799