Námskeið fyrir foreldra

Þetta þarftu að vita

Staðsetning: Foreldrahús, Suðurlandsbr. 50

Tími:  05.02.2020 - 19.02.2020 (3 skipti)

           Miðvikudagskvöld 19:30-21:

Fjöldi þátttakenda: 10 manns. 

Verð: 15.000 kr. fyrir einstakling 

          25.000 kr. fyrir par

ÖRNÁMSKEIÐ FYRIR FORELDRA UNGLINGA Í FIKTI EÐA NEYSLU

Hér leggjum við áherslu á :
  • Hvað getur þú sem foreldri gert?
  • Dæmigerð einkenni um neyslu hjá unglingnum sem foreldrar geta tekið eftir
  • Hvernig talar maður við unglinginn sinn um fíkniefni, áfengi og partý
     
Gengið er út frá lausnamiðaðri nálgun (solution focus theory). Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Guðrún Björg Ágústsdóttir og Guðrún Ágústa Ágústsdóttir. Námskeiðaform byggir á fræðslu, umræðu og verkefnum. 

Þetta þarftu að vita

Staðsetning: Foreldrahús, Suðurlandsbr. 50

Tími:  13.02.2020-12.03.2020 (5 skipti)

           Fimmtudagskvöld 19:30-21:30

Fjöldi þátttakenda: 10 manns. 

Verð: 30.000 kr. fyrir einstakling 

          45.000 kr. fyrir par

SJÁLFSSTYRKING FYRIR FORELDRA

Hér leggjum við áherslu á:
  • Að skilja vanda barnsins/unglingsins og hvaða áhrif vandinn hefur á fjölskylduna
  • Aukin færni í samskiptum foreldra og barns/unglings
  • Að styrkja hæfni foreldra til að takast á við vanda barns/unglings
 
Námskeiðið er ætlað foreldrum sem eiga börn eða unglinga sem sýna áhættuhegðun. Megin markmið námskeiðsins er að styrkja sjálfsmynd foreldra og efla vitund þeirra í hlutverkinu sem og færni til þess að skapa og viðhalda heilbrigðum og nánum tengslum við börnin sín. Þannig er verið að grípa inn í  áhættuhegðunina og samskiptaerfiðleika milli foreldra og barna. Við styrkingu foreldra er hægt að draga úr eða milda vanda í fjölskyldunni og nánasta umhverfi hennar.
Nálgunin á námskeiðinu er þríþætt:
1. Forvörn: Vangaveltur og umræður um hvað sé æskilegt og uppbyggjandi í uppeldi, samskiptum og tengslum.
2. Inngrip: Leiðbeiningar og tillögur um hvað er hægt sé að gera við óæskileg samskipta- og eða hegðunarmunstur í fjölskyldunni þegar barnið eða unglingurinn er farin að sýna áhættuhegðun. Einnig unnið með vægi foreldra í forvarnarhlutverkinu.
3. Úrvinnsla: Hlustun og viðurkenning á þeim tilfinningum og upplifunum sem tjáðar eru í hópnum og hver  og einn er leiddur áfram eftir þörfum og getu. 
Gengið er út frá lausnamiðaðri nálgun (solution focus theory). Áhersla er lögð á traust og öryggi í hópnum og að allir foreldrar fái að taka virkan þátt. Námskeiðið byggir á fræðslu, umræðu og verkefnum. 
Leiðbeinendur á námskeiðinu eru Anna Rakel Aðalsteinsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir Strandberg. 

Opnunartímar 

Mánudag - Föstudag

09:00 - 16:00

Heimilisfang 

Suðurlandsbraut 50

Bláu húsin í Skeifunni 

Hægt er að bóka tíma í gegnum foreldrahus@foreldrahus.is  eða í síma 511-6160

Við erum á facebook

  • Facebook Social Icon

Skrifstofu sími

511 - 6160

NEYÐARNÚMER

5811-799