Þetta þarftu að vita

Staðsetning: Foreldrahús, Suðurlandsbr. 50

Tími:  Föstudaginn 15. mars 2019 kl. 8.30-16.00

Fjöldi þátttakenda: 10 manns. 

Verð: 39.900 kr. fyrir einstakling 

  

Námskeiðið “Tilfinningalæsi og seigla” er ætlað fyrir kennara og annað fagfólk sem koma að kennslu barna og unglinga í grunnskóla. Námskeiðið miðar að því að kenna kennurum aðferðir til að takast á við líðan nemenda í daglegu starfi í skólanum og auka seiglu þeirra. Í starfi sínu takast kennarar á við hegðanavandkvæði nemenda sinna, agavandamál og vanlíðan á hverjum degi. Oft liggja aðrar ástæður að baki slíkrar hegðunar heldur en liggur í augum uppi og oft kemur í ljós önnur vanlíðan nemenda sem þeir hafa ekki sjálfir forsendur á að skilja eða takast á við. Hér er afar mikilvægt að kennarar geti lesið í líðan nemenda sinna og brugðist við erfiðum aðstæðum sem geta komið upp í kjölfarið. Með þessu námskeiði fá kennarar verkfæri í hendurnar, þjálfun og handleiðslu til að vinna með líðan hjá nemendum, jákvæðar tilfinningar og auka seiglu í daglegu starfi. Einnig fá kennarar fræðslu við að setja upp “seiglufundi” með nemendum. En þar er verið að fræða nemendur um tilfinningar og auka seiglu þeirra í daglegu lífi. 

Námskeiðið byggir á Hugrænni atferlismeðferð og rannsóknum á seiglu

Leiðbeinendur:

Berglind Gunnarsdóttir Strandberg Cand. í uppeldissálfræði og diplóma í hugrænni atferlismeðferð.

Kristjana Katrín Þorgrímsdóttir  Náms- og starfsráðgjafi, kennari, diplóma í jákvæðri sálfræði og hugrænni atferlismeðferð.

 

Opnunartímar 

Mánudag - Föstudag

09:00 - 16:00

Heimilisfang 

Suðurlandsbraut 50

Bláu húsin í Skeifunni 

Hægt er að bóka tíma í gegnum foreldrahus@foreldrahus.is  eða í síma 511-6160

Við erum á facebook

  • Facebook Social Icon

Skrifstofu sími

511 - 6160

NEYÐARNÚMER

5811-799