Foreldrahópar

Í Foreldrahúsi eru í boði stuðningshópar fyrir foreldra unglinga í vímuefnavanda. 
Foreldrahóparnir hittast í Foreldrahúsi aðra hverja viku undir handleiðslu ráðgjafa.
Einnig eru í boði sérstakir “pabba-hópar” sem ætlaðir eru feðrum eða stjúpfeðrum barna í neyslu.

Nánar um hópana:

Stuðningshópar foreldra sem eiga eða hafa átt unglinga og/eða uppkomin börn í vímuefnavanda hittast undir handleiðslu ráðgjafa þar sem unnið er að því að efla og styðja foreldrana.

Foreldrar verða fyrir miklu áfalli þegar í ljós kemur að barn þeirra notar fíkniefni. Erfiðar tilfinningar eins og sorg, reiði og ótti eru tilfinningar sem foreldrar upplifa auk skammar yfir því að vita ekki hvernig eigi að bregðast við vandanum. Oft er álagið orðið það mikið að foreldrar missa tökin og þurfa stuðning til að sinna öðrum börnum á heimilinu sem og til að sinna sjálfum sér. Einnig eru dæmi þess að foreldrar þurfi að jafna sig eftir erfið áföll eins og ofbeldi eða yfirvofandi sjálfs-vígshættu unglingsins.

Tímasetning 

Foreldrahópanir eru opnir og fara fram tvisvar í mánuði á  miðvikudögum kl 17:30-19:00 

Leiðbeinandi 

Guðrún Ágústsdóttir
ICADC og Foreldraráðgjafi

 

Markmið: 

Markiðið er að styðja við foreldra og að efla þá í að takast á við það erfiða hlutverk að eiga barn eða ungling sem notar eða hefur notað fíkniefni. Í stuðningshópunum er unnið með þær erfiðu tilfinningar sem foreldrar fara í gegnum, sjálfsmynd foreldra elfd og foreldrum veittar þær upplýsingar sem þeir þurfa varðandi úrræði fyrir barn í vímuefnaneyslu. Leitast er við að mæta hverjum og einum á einstaklingsmiðaðan hátt, því þó allir séu að takast á við sama vandann eru einstaklingar ólíkir og með ólíkar þarfir.

Stuðningshópurinn er einnig mjög öflugt verkfæri fyrir foreldra til þess að rjúfa þá einangrun sem fylgir því að eiga barn í neyslu. Jafnframt eru foreldrahóparnir mikilvægur stuðningur við foreldra sem eiga barn í vímuefnameðferð eða eru að taka á móti barni heim eftir að það líkur vímu-efnameðferð.

Gjald 

1.500 kr. fyrir þátttöku
í hvert skipti

Skráning 

Skráning í stuðningshópa: 
Runa@vimulaus.is eða í síma 511 6160. 

* Stuðningshóparnir eru styrktir af Reykjavíkurborg og Velferðarráðuneytinu

Opnunartímar 

Mánudag - Föstudag

09:00 - 16:00

Heimilisfang 

Suðurlandsbraut 50

Bláu húsin í Skeifunni 

Hægt er að bóka tíma í gegnum foreldrahus@foreldrahus.is  eða í síma 511-6160

Við erum á facebook

  • Facebook Social Icon

Skrifstofu sími

511 - 6160

NEYÐARNÚMER

5811-799